Hoppa yfir valmynd
02.02. 2017

Kvenbændur í Austur-Kongó takast á við loftslagsbreytingar

Awa-Ndiaye-Seck-DRC_02_675x450-600x400UN Women hefur sett á laggirnar verkefni í Austur-Kongó (DRC) sem er fyrsta sinnar tegundar. Markmiðið er að takast á við breyttan landbúnað vegna loftslagsbreytinga og um leið auka jafnrétti kynjanna með því að styðja við og valdefla kvenbændur í Austur-Kongó, fyrst og fremst með fræðslu- og leiðtogahæfnisnámskeiðum, að því er fram kemur á vef UN Women á Íslandi. 

Einnig er markmiðið að þrýsta á lagaumbætur sem tryggja konum aðgang að ræktunarlandi, nýjustu tækni og upplýsingum. "Þannig geta þær orðið sér út um nýjustu ræktunaraðferðir og tækni, veðurspá og aðgang að lánsfé. Verkefnið verður starfrækt í sex héruðum landsins og hefur bein áhrif á líf 600 þúsund kvenna á næstu fimm árum. Beint verður sjónum að kvenbændum sem koma að ræktun fimm algengustu ræktunartegunda í Kongó; maís, cassava, baunir, hnetur og hrísgrjón," segir í fréttinni.

Awa Ndiaye Seck starfar fyrir UN Women í Austur-Kongó, hún segir konur verða verr fyrir barði loftslagsbreytinga en karlmenn, bæta þurfi ræktunaraðferðir, starfsumhverfi þeirra og síðast en ekki síst veita þeim sömu tækifæri til atvinnu og sjálfbærni. Efnahagur Austur-Kongó byggir fyrst og fremst á landbúnaði og skógrækt.

Loftslagsbreytingar hafa leitt til hærra hitastigs í heiminum, aukinna flóða og þurrka sem hafa gríðarleg áhrif á uppskeru og fæðuöflun þar í landi sem og víðar, segir í frétt UN Women.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum