Hoppa yfir valmynd
02.02. 2017

Malaví í öðru sæti á lista Afríkuþjóða á eftir Suður-Afríku

StuntedVerulegur munur er á viðleitni stjórnvalda í Afríkuríkjum þegar horft er til skuldbindinga sem þjóðirnar hafa gert til að binda enda á hungur og vannæringu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem birt var á dögunum. Athygli vekur að Malaví er í öðru sæti á þessum lista. Suður-Afríka er sjónarmun ofar en Madagaskar hreppir þriðja sæti listans.

Listanum er ætlað að vekja þjóðarleiðtoga í álfunni til vitundar um stöðu þessa málaflokks en eins og alkunna er búa milljónir Afríkubúa við alvarlega vannæringu og jafnvel sult. Samkvæmt frétt á vefnum HANCI-Index -þar sem er að finna listann í heild og aðferðarfræðina að baki rannsókninni - kemur fram að 220 milljónir Afríkubúa líða fyrir varanlega vannæringu og 58 milljónir barna búa við vaxtarskerðingu.

Í umsögn um bæði Suður-Afríku og Malaví kemur fram að báðar þjóðirnar hafa stjórnarskrárvarinn rétt þegnanna til að njóta matar auk þess sem báðar þjóðirnar hafa stórbætt heilbrigðisþjónustu. Í Suður-Afríku er einnig almannatryggingakerfi. Hins vegar er aðgengi íbúa beggja þjóðanna að viðunandi salernisaðstöðu ófullnægjandi líkt og víða annars staðar en þriðjung íbúa þjóðanna sunnan Sahara skortir sómasamleg náðhús. Vakin er athygli á því að skuldbinding stjórnvalda í Malaví sé mikilvæg nú á tímum matvælaskorts af völdum gífurlega þurrka.

Nánar

How committed are African countries to tackling hunger and improving undernutrition?/ HanciIndex

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum