Hoppa yfir valmynd
02.02. 2017

Menntun hvarvetna talin mikilvægasta verkefni í þróunarstarfi

UgandamenntunÁ síðustu fimm árum hafa á vegum Alþjóðabankans verið gerðar kannanir meðal rúmlega 25 þúsund álitsgjafa á sviði þróunarmála í öllum ríkjum þar sem bankinn starfar. 

Spurt var: Hvað er mikilvægasta svið þróunar í landi þínu?

Fulltrúar ríkisstjórna, sveitarstjórna, tvíhliða- og marghliða þróunarsamvinnustofnana, fjölmiðla, fræðafólks, einkageirans og borgarasamfélagins hafa verið spurðir og niðurstaðan er sú að "menntun" er hvarvetna talin meðal tveggja mikilvægustu þáttanna þegar kemur að þróun.

Eins og flestir vita er "menntun fyrir alla" fjórða Heimsmarkmiðið. Fyrsta undirmarkmiðið er orðað á þennan hátt: "Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki á jafnréttisgrundvelli gæðamenntun á grunnskólastigi  án endurgjalds sem leiðir til góðs námsárangurs miðað við stöðu hvers og eins."

Í aðdraganda Heimsmarkmiðanna fór fram viðamesta skoðanakönnun sem um getur með þátttöku hundruð þúsunda. Þar varð "menntun" einnig efst á blaði.

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum