Hoppa yfir valmynd
02.02. 2017

Samfélögin sjálf brugðust við sjúkdómnum og höfðu sigur

EbolaÞremur árum eftir að ebóla gaus upp í þremur ríkjum í vestanverði Afríku er enn verið að draga lærdóm af faraldrinum. Athygli er vakin á því í fréttaskýringu IRIN að óvæntustu tíðindin komi ekki frá vísindamönnum heldur innan úr samfélögunum sem verst urðu úti þegar faraldurinn geisaði; hvernig samfélögin, óstudd að mestu, brugðust við sjúkdómnum og höfðu sigur.  

"Einn forvitnilegasti þáttur faraldursins sem geisaði í Gíneu, Líberíu og Síerra Leone, var sá hvernig smituðum tók að fækka áður en alþjóðasamfélagið brást við. Á einu svæði eftir öðru smituðust margir á skömmum tíma - og síðan gerðist það skyndilega að smituðum tók að fækka," segir í grein IRIN. "Ebólan lét fyrst á sér kræla í Gíneu og barst þaðan inn í Lofa sýslu í Líberíu í marsmánuði 2014. Skyndimeðferðarstöð í Foya, á landamærunum, varð fljótt sneisafull. Í september það ár voru þar sjötíu sjúklingar í senn. Síðla októbermánaðar var stöðin tóm."  

Vísindi fólksins
IRIN vitnar til Paul Richards sem er breskur mannfræðingur og kennari við Njala háskólann í Síerra Leone. Í fréttaskýringunni segir að Paul sé sannfærður um að lykilatriðið við að draga úr úrbreiðslu sjúkdómsins hafi verið það sem hann kallar "vísindi fólksins", sú staðreynd að fólk á smituðu svæðunun hafi nýtt reynslu sína og brjóstvit til að skilja hvað væri að gerast og í beinu framhaldi byrjað að breyta hegðun sinni til samræmis.

Á fundi nýverið í Lundúnum sagði Paul Richards: "Eitt það helsta sem styður þá skoðun mína að viðbrögð heimafólks hafi verið mikilsverð er sú staðreynd að sjúkdómstilvikum fækkaði fyrst þar sem faraldurinn hófst, sem þýðir að því meiri reynsla sem fékkst af sjúkdómnum því meiri líkindi voru til þess að tölurnar færu lækkandi. Þannig að það var einhver að læra... Fólk spyr mig: hversu langan tíma tekur að læra? Við vitum ekki svarið en byggt á þessari reynslu þá eru það um sex vikur."

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum