Hoppa yfir valmynd
09.02. 2017

Alþjóðadagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna

EndFGM_Logo_EnglishSíðastliðinn mánudag var alþjóðlegur dagur gegn limlestingu á kynfærum stúlkna (FGM - Female Genital Mutulation). Rúmlega 130 milljónir stúlkna og kvenna eru á lífi í dag sem hafa orðið fyrir slíkri limlestingu. Þessi útbreidda og hræðilega aðgerð er algengust í 29 ríkjum Afríku og Miðausturlanda og felur í sér skýlaust mannréttindabrot á stúlkum. Þær eru flestar skornar fyrir fimm ára aldur.

Að óbreyttu bætast 86 milljónir stúlkna við þennan hóp fyrir árið 2030 samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna. "Limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna ræna þær virðingu, valda óþarfa sársauka og þjáningu með óbætanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum fyrir lífstíð," sagði Antóníó Guterres í yfirlýsingu í tilefni dagsins.

Samkvæmt einu af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðsins á að afnema fyrir árið 2030 alla skaðlega siði, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og sköddun kynfæra kvenna.

UN: Harmful Traditional Practice of Female Genital Mutilation Must End/ VOA #ENDFGM: THESE VOICES SHALL BE HEARD!/ NAW
Cut in secret: the medicalization of FGM in Egypt/ CNN

Raising FGM awareness in Africa/ DW

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum