Hoppa yfir valmynd
09.02. 2017

Evrópusambandssríki boða upphaf að nýju samstarfi við Afríkuþjóðir

Marshall2Aðildarríki Evrópusambandsins vilja endurskilgreina grundvöll samvinnu Evrópuþjóðanna við Afríkuríki með nýjum samstarfssamningi sem kynntur var á dögunum og kallast Marshall aðstoð með Afríku. "Núna er tíminn til að finna nýjar lausnir með nýjum áskorunum," segir í inngangi að viðamikilli skýrslu sem þýska þróunarsamvinnu-stofnunin, BMZ, gefur út og ber yfirskriftina: Afríka og Evrópa - nýtt samstarf um þróun og frið. 

Í inngangi skýrslunnar er fjallað um hugmyndafræðina að baki nýja samstarfinu og minnt á að álfurnar tvær séu nágrannar, bundnar sameiginlegri sögu og íbúar beggja álfanna séu ábyrgir fyrir því að ákvarða hvernig sameiginleg framtíð er mótuð. "Hvernig okkur tekst til með helstu áskoranir sem framundan eru mun ekki aðeins marka framtíð og örlög Afríku - íbúa og umhverfi - heldur einnig framtíð Evrópu. Og þessar áskoranir má leysa með árangri - og með því að færa samstarf okkar upp í nýjar víddir sem gagnast báðum heimsálfunum."   Fram kemur að bæði Þýskaland og Evrópusambandið beina kastljósinu að Afríku á þessu ári. Þjóðverjar setji álfuna í forgang á þessu ári þegar þeir gegna formennsku í G20 ríkjahópnum. Og Evrópusambandið vinni að nýrri Afríkustefnu.   "Það er engin ein lausn, engin ein áætlun, engin besta leið til að bregðast við þeim áskorunum sem Afríka stendur frammi fyrir. Þessar aðstæður eru að sjálfsögðu ekki alveg sambærilegar við þær áskoranir sem við blöstu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. En þær eiga það sameiginlegt að kalla á sameiginlegt átak," segir í skýrslunni.

Þá segir að með þessari Marshall aðstoð sé einnig látinn í ljós vilji og bjartsýni um að finna leið til friðar og þróunar í samvinnu Evrópu og Afríku. Aðstoðin verði að vera heildstæð og samþætt stefnu Evrópusambandsins og aðildarríkja þess og ríkja Afríkusambandsins. Áhersla verði lögð á heiðarleg viðskipti, meiri fjárfestingu einkafyrirtækja, meiri efnahagsþróun frá grasrótinni og upp samfélagsstigann, meiri frumkvöðlastarfsemi og umfram allt annað fleiri störf.   "Eignarhald Afríku þarf að styrkja og dagar "þróunaraðstoðar" og "veitenda og viðtakenda" eru að baki. Evrópusambandið og aðildarríki þess vilja taka þátt í þessu samstarfi á jafningjagrunni. Það merkir að ná nýju samkomulagi um pólítíska, efnahagslega, félagslega og menningarlega samvinnu. Upphafsreiturinn markast af þróunaráætlun Afríku: African Union´s Agenda 2063.

Africa and Europe - A new partnership for development and peace/ BMZ
If a Marshall plan were to be installed for development cooperation between Africa and Europe, what would be required to make this plan inclusive?/ Include

In defence of Germany's Marshall Plan with Africa/ HowWeMadeItInAfrica


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum