Hoppa yfir valmynd
09.02. 2017

Flestar fóstureyðingar meðal þjóða sem banna fóstureyðingar

Abortion--008Ný rannsókn sýnir að meðal þjóða sem viðhafa bann og refsingar við fóstureyðingum eru fóstureyðingar fleiri en meðal þjóða sem leyfa og styðja slíkar aðgerðir. 

Læknaritið The Lancet birti ekki alls fyrir löngu grein sem sýndi að fóstureyðingum hefur fækkað stórlega í þróuðum ríkjum þar sem slíkar aðgerðir eru heimilaðar. Hins vegar eru fóstureyðingar áfram gerðar í svipuðum mæli og áður í þróunarríkjum þar sem viðurlög eru við aðgerðunum og þær oft framkvæmdar ólöglega við hættulegar aðstæður.

"Margt bendir til þess að aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og nútíma getnaðarvörnum séu mikilvægustu þættirnir til að draga úr fóstureyðingum," segir Gilda Sedgh í viðtali við SciDev fréttaveituna en hún leiddi rannsóknarteymi Gutthacher stofnunarinnar sem vann rannsóknina. "Okkur sýnist að í þróunarríkjunum sé ófullnægjandi þjónusta varðandi fjölskylduáætlanir miðað við vaxandi löngun fyrir færri börn í fjölskyldu. Rúmlega 80% af óviljandi þungunum gerast hjá konum sem myndu vilja getnaðarvarnir en hafa ekki kost á þeim. Margar þessara óæskilegu þungana leiða til fóstureyðinga," segir hún. 

Rannsóknin leiddi í ljós að í fátækum ríkjum þar sem litið er á fóstureyðingar sem glæp eru um 37 konur af hverjum 1000 sem fara í fóstureyðingu á ári hverju. Þetta hlutfall hefur verið nánast óbreytt frá árinu 1990.   Í Evrópu og Bandaríkjunum hefur hins vegar þróunin verið sú að fóstureyðingar eru orðnar hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og þar hefur fóstureyðingum fækkað verulega frá árinu 1990. Þá fóru að meðaltali 35 konur af hverjum 1000 í fóstureyðingu á ári en árið 2014 var hlutfallið komið niður í 25 konur. 

"Augljós túlkun þessara niðurstaða er sú að refsiverðar fóstureyðingar koma ekki íveg fyrir slíkar aðgerðir heldur reka konur af stað í leit að ólöglegri þjónustu," segir Diana Greene Foster sem starfar að heilsurannsóknum við Kaliforníuháskóla í frétt SciDev.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum