Hoppa yfir valmynd
09.02. 2017

Gísli Pálsson fallinn frá

GpGísli Pálsson, einn reyndasti starfmaður íslenskrar þróunarsamvinnu, lést í síðustu viku eftir erfið veikindi, rétt liðlega fimmtugur að aldri. Gísli starfaði á sviði íslenskrar þróunarsamvinnu bæði erlendis og á Íslandi í 22 ár. Þar af starfaði hann í 18 ár á vettvangi í þróunarríkjum, lengst af sem umdæmissstjóri Þróunarsamvinnustofnunar.  

Á ferlinum starfaði hann á Grænhöfðaeyjum, í Mósambík, Namibíu, Níkaragva og Úganda. Lengst af vann hann fyrir  Þróunarsamvinnustofnun Íslands en síðasta starfsárið hjá utanríkisráðuneytinu, í kjölfar skipulagsbreytinga í þróunarsamvinnu.  

Útför Gísla fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudag, og hefst klukkan 15:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum