Hoppa yfir valmynd
09.02. 2017

Hans Rosling látinn

Hinn heimskunni læknir og fyrirlesari, Hans Rosling, lést í gærmorgun af völdum krabbameins, 68 ára að aldri. Hans varð heimsþekktur fyrir sjónræna framsetningu tölfræðigagna um þróun heimsins.

Margir Íslendingar minnast hans frá haustdögum 2014 þegar hann fyllti Eldborgarsal Hörpu og flutti erindi um heimsmynd byggða á staðreyndum. Rosling var afburða fyrirlesari en hann gerði  einnig allmarga sjónvarpsþætti og stofnaði fyrirtækið Gapminder með syni sínum og tengdadóttur. 

DagurroslingMargir hafa síðasta sólarhringinn minnst þessa mikla frumkvöðuls og mannvinar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði til dæmis á Facebook í gær:

"Sorglegt að lesa að sá mæti læknir, mannvinur og málsvari réttlætis í heiminum, Hans Rosling, hafi látist í morgun. Öllum sem hittu hann var ljós snilld hans í að setja flóknar en mikilvægar upplýsingar og samhengi heimsmálanna við lýðheilsu og heilbrigði fram á hátt þannig að allir skildu. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að bjóða honum í hádegismat þegar hann heimsótti borgina 2014. Hann var ekki síður eftirminnilegur í mínum huga fyrir þá ríku réttlætiskennd og mannúðlegu sýn sem nánast var áþreifanlegt að dreif hann áfram og maður fann að bjó að baki lífsstarfi hans. Blessuð sé minning Hans Rosling!" 

Gates: "Rosling var en fantastisk vän och utbildare"/ Aftonbladed
Rest in peace professor Rosling, eftir Hjálmar Gíslason
Hans Rosling: Data visionary and educator dies aged 68/ BBC
Hans Rosling, statistician and development champion, dies aged 68/ TheGuardian
Rosling látinn - Trúði á batnandi heim/ RUV
'A great loss for Sweden and the world': tributes pour in for Hans Rosling/ TheLocal


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum