Hoppa yfir valmynd
09.02. 2017

Heimsmarkmiðin og umbætur á kerfi Sameinuðu þjóðanna rædd á fundi NORDIC+

Fundur ráðuneytisstjóra Nordic Plus ríkjanna fór fram í London dagana 6. og 7. febrúar. Nordic Plus hópurinn samanstendur af átta líkt þenkjandi ríkjum á sviði þróunarsamvinnu, Norðurlöndunum, ásamt Bretlandi, Írlandi og Hollandi. 

María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri á þróunarsamvinnuskrifsstofu var staðgengill ráðuneytisstjóra í London og tók þátt í fundinum fyrir Íslands hönd. Umræður á fundinum fóru um víðan völl þar sem snert var á hinum ýmsu málefnum líðandi stundar á sviði þróunarsamvinnu og farið yfir helstu áskoranir og tækifæri sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir. 
Fulltrúar ríkjanna sögðu frá helstu áherslum sinna ríkja á sviði þróunarsamvinnu og deildu reynslu hvert með öðru. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru áberandi í allri umræðu og umbætur á kerfi Sameinuðu þjóðanna skipuðu stóran sess í dagsskrá fundarins. Þá voru umræður um það helsta á sviði jafnréttis- og lofslagsmála og rætt var um hlutverk og mikilvægi einkageirans í þróunarsamvinnu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum