Hoppa yfir valmynd
09.02. 2017

Söguleg skuldbinding þjóðhöfðingja í Afríku um bólusetningar

Boluefni2Þjóðhöfðingjar á leiðtogafundi Afríkusambandsins í Addis Ababa í Eþíópíu skrifuðu á dögunum undir sögulega skuldbindingu um bólusetningar fyrir alla íbúa álfunnar, óháð kynþætti eða búsetu. Samkomulagið er kennt við fundastaðinn og kallast "Addis yfirlýsingin."

Í frétt frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir að þótt mikill árangur hafi náðst hvað varðar aðgengi að bólusetningum í Afríku á síðustu fimmtán árum sé nú svo komið að stöðnun blasi við og hætta sé á því að markmið fyrir álfuna náist ekki. Nefnt er sem dæmi að eitt barn af hverjum fimm fái ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar. Af því leiði að mörg dauðsföll megi rekja til þess að fólk fær banvæna sjúkdóma þar sem bólusetningar myndu bjarga lífi. Mislingar eru dæmi um slíkan sjúkdóm en afstýra mætti 61 þúsund dauðsföllum með bólusetningum á ári hverju, segir í frétt WHO.  

Með Addisar-yfirlýsingunni eru þjóðir Afríku hvattar til að auka ónæmisaðgerðir heima fyrir, bæði með pólítískum áherslum og fjármagni. Tíu skuldbindingar er að finna í yfirlýsingunni, meðal annars um fjármögnun aðgerða til að fjölga bólusetningum, styrkingu verkferla hvað varðar framboð og dreifingu, og mikilvægi þess að setja aðgang að bóluefni í öndvegi á sviði lýðheilsu og þróunar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum