Hoppa yfir valmynd
09.02. 2017

UNICEF segir milljónir barna í lífshættu vegna vannæringar

Unicef2017Milljónir barna á átakasvæðum - eða á öðrum svæðum þar sem kreppuástand ríkir - eru í alvarlegri hættu að deyja af vannæringu fái þau ekki lífsnauðsynlega læknisaðstoð, segir í  tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samtökin birtu á dögunum ákall um 3,3 milljarða dala fjármögnun - sem svarar til 380 milljarða íslenskra króna - vegna lífsnauðsynlegrar aðstoðar við 81 milljón manna í 41 þjóðríki. Af þessum fjölda er meirihlutinn börn en um er að ræða neyðarsvæði ýmist vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara.  

Af þessum fjármunum er ætlunin að 160 milljarðar ísl. króna fari til 17 milljóna flóttamanna frá Sýrlandi sem hafast við í fimm nágrannaríkjum: Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon, Írak og Egyptalandi.   Í ákalli beina fulltrúar UNICEF athyglinni sérstaklega að "þögulli ógn" vannæringar. Að mati samtakanna eru 7,5 milljónir barna í bráðahættu vegna vannæringar í 48 löndum þar sem neyð ríkir. Ástandið er verst í Nígeríu, Jemen, Suður-Súdan og Sómalíu.  

Í tilkynningu UNICEF segir að hartnær fjórða hvert barn í heiminum búi við átök, þ.e. í löndum eins og Sýrlandi, Jemen, Írak, Suður-Súdan og Nígeríu. Í öllum þessum löndum séu börn í stöðugri hættu á að árásir séu gerðar á heimili þeirra, skóla eða samfélög. 

UN: Millions of Children Caught in Conflict Risk Death From Malnutrition/ VOA

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum