Hoppa yfir valmynd
15.02. 2017

Airbnb veitir flóttafólki húsaskjól

Forráðamenn Airbnb vefsíðunnar hafa tekið upp samstarf við alþjóðlegu björgunarsamtökin - International Rescue Committee (IRC) - um skammtíma gistingu fyrir flóttafólk. Airbnb er því komið í hóp fjölmargra fyrirtækja sem hafa ákveðið að styðja við bakið á flóttafólki sem flýr stríðsátök, að því er segir í frétt Reuters fréttaveitunnar.

Að sögn talsmanna Airbnb er ætlunin að hýsa 100 þúsund manns tímabundið á næstu fimm árum, þeirra á meðal flóttafólk, fólk á vergangi, þá sem lifa af hamfarir og útlent starfsfólk sem vinnur að hjálparstarfi og mannúðarmálum. Fyrirtækið hefur aukin heldur lagt fram 4 milljónir bandarískra dala til IRC.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum