Hoppa yfir valmynd
15.02. 2017

Ástandið í Jemen hríðversnar dag frá degi

https://youtu.be/4Qu0JjncZFQ Skortur á matvælum í Jemen eykst dag frá degi. Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna sendu á mánudag frá sér ákall um skjóta aðstoð til að forða hörmungum. Að mati þeirra hafa átökin í landinu leitt til þess að rúmlega tveir af hverjum þremur íbúum eiga í erfiðleikum með að útvega mat fyrir sjálfa sig.

Á síðustu sjö mánuðum hefur þeim sem búa við matvælaóöryggi í Jemen fjölgað um þrjár milljónir. Það þýðir að alls eru í landinu rúmlega 17 milljónir íbúa sem eiga erfitt með fæðuöflun, þar af eru 7,3 milljónir við hungurmörk. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum af viðamikilli könnun á matvælaástandi þjóðarinnar, svokölluðu "Emergency Food Security and Nutrition Assessment (EFSNA)" mati, hríðversnar matvælaöryggi og næringarástand vegna átakanna í landinu. 

Skelfilegt ástandið í landinu sést best á því að tveir af hverjum þremur íbúum þjóðarinnar - sem telur  27,4 milljónir manna - skortir nú aðgang að mat og fær ekki viðhlítandi næringu.

EFSNA matið var unnið sameiginlega af hálfu þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Barnahjálp SÞ (UNICEF) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) í samvinnu við stjórnvöld í Jemen. Þetta er fyrsta umfangsmikla könnun af þessu tagi, sem gerð hefur verið frá því átök blossuðu upp fyrir hartnær tveimur árum. Hún náði til allra heimila í landinu. 

Nánar
As Yemen Food Crisis Deteriorates, UN Agencies Appeal For Urgent Assistance To Avert A Catastrophe/ WFP
Yemen's food crisis: 'We die either from the bombing or the hunger'/ TheGuardian
Yemen war causing world's worst food crisis/ NRC
Yemen: As food crisis worsens, UN agencies call for urgent assistance to avert catastrophe/ UN


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum