Hoppa yfir valmynd
15.02. 2017

Fokk ofbeldi húfan 2017

FO_OFBELDI_150-Eva-UnnsteinnUN Women á Íslandi kynnir með stolti nýja Fokk ofbeldi húfu. Húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um stöðuga ofbeldið sem konur og stelpur þurfa að þola á almennings-svæðum í borgum heimsins.

Ofbeldi gegn konum, stúlkum og börnum í almenningsrýmum er vandamál um allan heim. Konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims samkvæmt rannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Meira að segja í öruggustu borgum heims eins og Reykjavík verða konur fyrir ofbeldi af ýmsu tagi fyrir það eitt að vera konur. Víða um heim er slíkt ofbeldi daglegt brauð sem hamlar konum að lifa eðlilegu lífi eins og að ferðast til og frá vinnu, ganga í skóla eða eiga sér félagslíf.

Með verkefninu Öruggar borgir (Safe Cities  Global Initiative) vinnur UN Women að því að gera borgir heimsins öruggari fyrir konur og stúlkur með sértækum lausnum út frá svæðisbundnum veruleika.

Það er ósk UN Women á Íslandi að landsmenn taki þátt í að auka öryggi kvenna og stúlkna í borgum um allan heim með því að kaupa Fokk ofbeldi húfuna. Ágóðinn rennur til verkefnis UN Women Öruggar borgir en vert er að taka fram að Vodafone styrkti framleiðsluna svo allur ágóði rennur til verkefnisins.

Fokk ofbeldi húfan er ætluð fullorðnum. Orðalagið er vísvitandi ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki. Ef orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni.

Fokk ofbeldi húfan fæst í verslun Vodafone í Kringlunni dagana 10. - 24. febrúar og í  vefverslun okkar.

Húfan kostar 4.500 krónur og er aðeins til í takmörkuðu upplagi.
UN Women á Íslandi hvetur alla til að næla sér í húfu og gefa um leið ofbeldi fingurinn.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum