Hoppa yfir valmynd
15.02. 2017

Stjórnvöld í Tansaníu hvött til að krefjast miskabóta af Þjóðverjum

TansaniagermanyDownlukeÞingmenn á tansaníska þinginu hvöttu ríkisstjórnina í síðustu viku til að þrýsta á stjórnvöld í Þýskalandi að greiða miskabætur vegna grimmdarverka sem framin voru í svokallaðri Maji Maji uppreisn fyrir rúmri öld. Ríkisstjórn Tansaníu hyggst fara fram á miskabætur vegna þeirra tugþúsunda íbúa sem sveltir voru til bana, pyntaðir og drepnir af þýskum hermönnum sem börðu niður uppreisn Maji Maji ættbálksins á árunum 1905 til 1907, að því er fram kemur í frétt Deutsche Welle.

Þjóðverjar réðu yfir Tansaníu frá því seint á nítjándu öldinni fram til 1919. Landið var á þeim tíma nefnt Tanganyika.

https://youtu.be/Hb3O45bFwGo Þetta er önnur miskabótakrafa sem þýsk stjórnvöld standa frammi fyrir vegna óhæfuverka þýskra nýlenduherra í Afríku í upphafi tuttugustu aldar. Eins og fram hefur komið í Heimsljósi áður hafa samningaviðræður verið í gangi milli þýskra og namibískra stjórnvalda vegna þjóðarmorða á Nama og Herero ættbálkunum. Í meðfylgjandi myndbandi er fjallað um það mál og rætt fyrir fulltrúa beggja ættbálkanna sem eru ósáttir við að eiga ekki fulltrúa við samningaborðið.

T anzania to press Germany for damages for colonial era 'atrocities'/ DW

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum