Hoppa yfir valmynd
15.02. 2017

Stuðningur Neyðarsjóðs SÞ við fórnarlömb Boko Haram í Nígeríu

Nigeriacerf2Af þeim tólf milljörðum íslenskra króna sem Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) hefur fengið til ráðstöfunar á þessu ári verða 2,5 milljarðar nýttir í norðausturhluta Nígeríu þar sem vígasveitir Boko Haram hafa hrellt íbúa með ofbeldisverkum á síðustu árum.

Neyðarsjóðurinn styrkir í ár sérstaklega vanfjármögnuð neyðarsvæði í heiminum eins og áður hefur verið greint frá. Stærsti hluti fjárins rennur til fólksins á þeim svæðum Nígeríu þar sem afleiðingar grimmdarverka liðsmanna Boko Haram lýsa sér meðal annars í gífurlegri vannæringu íbúa. Vígasveitirnar hafa farið um með ránum og morðum, brennt heilu þorpin til grunna og skilið eftir sig sviðna jörð í bókstaflegri merkingu.
Að mati CERF eru engin teikn á lofti um að ástandið í þessum heimshluta sé að batna. Mikil þörf er á mannúðaraðstoð og talið að á þessu ári þurfi 8,5 milljónir íbúa í norðausturhluta Nígeríu, í Borno, Adamawa og Yobe fylkjum, á slíkri aðstoð að halda. Þá telja samtökin að 120 þúsund manns séu við hungurmörk og 5,1 milljón íbúa þurfi á matvælaaðstoð að halda um mitt ár. Ennfremur eru 450 þúsund börn á þessu svæði alvarlega vannærð.

Stuðningur Neyðarsjóðsins nær fyrst og fremst til 2,6 milljóna íbúa í fyrrnefndum fylkjum. Ísland hefur veitt framlög til sjóðsins frá upphafi. Á síðasta ári nam framlag Íslands til CERF 35 milljónum króna.  
Því er við að bæta að fréttaveitan Voice Of America sýnir þessa dagana heimildamyndir um Boko Haram og varar við því að myndefnið sé ekki fyrir viðkvæma. Myndaröðin kallast: Terror Unmasked.

Nánar
The Rise, Fall, and Rise Again of Boko Haram, eftir Eeben Barlow/ Harvard International Review
Many Missing As Boko Haram Razes Community In Southern Borno/ SaharaReporters
Power, sex and slaves: Nigeria battles beliefs of Boko Haram brides Read more at: http://www.vanguardngr.com/2017/02/power-sex-slaves-nigeria-battles-beliefs-boko-haram-brides/ Reuters
Når terror rammer verdens fattigste/ Bistandsaktuelt


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum