Hoppa yfir valmynd
15.02. 2017

Sýrland eða seinni heimsstyrjöldin?

AmedogharryUNICEF frumsýndi nýverið  áhrifaríkt myndband þar sem tvinnaðar eru saman sögur sýrlensks drengs á flótta og drengs sem flúði í seinni heimstyrjöldinni.  

Myndbandið sýnir glöggt þann viðvarandi vanda sem steðjar að börnum á flótta.  


Í þessari tveggja mínútna löngu mynd skiptast á sögur hins 12 ára gamla Ahmeds frá Damaskus í Sýrlandi og hins 92 ára gamla Harrys frá Berlín í Þýskalandi um hvernig þeir neyddust til þess að flýja heimili sín. Þeir segja frá átakanlegu ferðalagi sínu í leit að öryggi. Þrátt fyrir að 70 ár skilji þá að þá eiga þessar tvær sögur margt sameiginlegt og brugðið er upp myndefni af sýrlensku flóttafólki í bland við sögulegt myndefni úr seinni heimsstyrjöldinni.
Nánar


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum