Hoppa yfir valmynd
22.02. 2017

Mörg þróunarríki í forystu endurnýjanlegrar orku

https://youtu.be/pB4-ZCZgMy8 Fjölmörg þróunarríki eru í forystu þjóða sem leiða orkuskipti í heiminum með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Þessar þjóðir eru Mexíkó, Kína, Tyrkland, Indland, Víetnam, Brasilía og Suður-Afríka, að því er fram kemur í nýrri skýrslu - og nýjum gagnvirkum vef -  Alþjóðabankans á stöðu þessara mála í heiminum.

Ofangreindar þjóðir hafa samþykkt róttækar stefnur um stuðning við aukið aðgengi að orku, endurnýjanlega orkugjafa og orkunýtingu, segir í RISE (Regulatory Indicators for Sustainable Energy) fyrstu alþjóðlegu kortlagningunni á þessu sviði. Skýrslan nær til þriggja sviða: aðgengi að orku, orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. 

Að mati skýrsluhöfunda er mikið rými fyrir framfarir í hverjum heimshluta og sérstaklega í sunnanverðri Afríku. Skýrslunni er ætlað að styðja við bakið á stjórnvöldum og veita leiðsögn um það hvort fyrir hendi séu stefnumótandi skjöl og regluverk til þess að kynda undir framfarir í átt að endurnýjanlegum orkugjöfum - og sérstaklega benda á atriði sem skortir til að laða að fjárfesta úr einkageiranum.

Með skýrslunni fæst líka samanburður milli þjóða og þróuninni verður fylgt eftir á nýjum gagnvirkum vef - RISE. Því er við að bæta að Ísland er því miður ekki meðal þjóðanna sem listinn nær til.

Global scorecard on energy policies/ RISE-Alþjóðabankinn
World Bank Scores Sustainable Energy Policies in 111 Countries/ Alþjóðabankinn

The story behind RISE numbers, eftir Yao Zhao/ Alþjóðabankablogg

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum