Hoppa yfir valmynd
22.02. 2017

Óljósar reglur um innanlandskostnað vegna flóttafólks af opinberum framlögum til þróunarmála

SkyrslaODAflottamennÍ viðamikilli nýrri skýrslu er varað við því að engar nákvæmar leiðbeiningar séu til um það hvernig aðildarríki Evrópusambandsins geta fært til fjármuni af framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu yfir á kostnað innanlands við að taka á móti flóttafólki.

Að mati skýrsluhöfunda eru framlög til þróunarsamvinnu (ODA) í húfi en aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að verja 0,7% af þjóðartekjum til málaflokksins. Spurningin snýst um það  hversu stóran hluta framlaganna megi ráðstafa til að hýsa flóttafólk, einkum frá Sýrlandi, sem hefur komið yfir til Evrópuríkja, fremur en að ráðstafa því fé í þróunarríkjunum.
Í frétt EurActiv segir að á ensku kallist framlög sem nýtt eru innanlands "in-donor" en greining frá ECDPM (European Centre for Development Policy Management) sýni að tölfræðilega er lítið samræmi í því hvað aðildarríki Evrópusambandsins telji fram sem innanlandskostnað af heildarframlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.

Í 263 blaðsíðna skýrslu - Making Waves: Implications of the Irregular Migration and Refugee Situation on Official Development Assistance Spending and Practices in Europe - er bent á að leiðbeiningar OECD um þennan innanlandskostnað séu óljósar og því margar leiðir færar til þess að nýta þær glufur sem eru í regluverkinu. 

Höfundar skýrslunnar, Anna Knoll, Andrew Sheriff, hverja til þess að reglur verði samræmdar.

New report warns on 'creative accounting' diverting aid to housing refugees within EU/ Euractiv

MAKING WAVES: IMPLICATIONS OF THE IRREGULAR MIGRATION AND REFUGEE SITUATION ON OFFICIAL DEVELOPMENT ASSISTANCE SPENDING AND PRACTICES IN EUROPE, eftir Anna Knoll, Andrew Sheriff/ ECDPM

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum