Hoppa yfir valmynd
22.02. 2017

Strumparnir til liðs við Heimsmarkmiðin

https://youtu.be/GYwZwaM7iUI Strumparnir eru í aðalhlutverki í nýrri herferð sem Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum til að virkja börn, ungmenni og fullorðna í baráttunni fyrir friðsælli, jafnari og heilbrigðari heimi. Herferðinni "Stóru markmið strumpanna"  er ætlað að hvetja alla til að kynna sér og styðja 17 Sjálfbær þróunarmarkmið sem öll 193 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu árið 2015 og ganga undir nafninu Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir V-Evrópu (UNRIC) greinir frá.

Boðskapur herferðarinnar er skýr: hversu lítil og smá sem við erum ein og sér, getum við sem lið, í sameiningu, þokað Heimsmarkmiðunum áleiðis. Á þennan hátt leita Strumparnir litlu til barna og ungmenna sérstaklega til að leggja áherslu á hlutverk þeirra við að berjast fyrir þeim málefnum sem þeim eru kærust. "Herferðinni er ætlað að veita börnum og ungu fólki vettvang til að láta rödd sína heyrast," segir Paloma Escudero, upplýsingafulltrúi UNICEF. 

  Strumpa-liðið munu fylkja sér að baki Heimsmarkmiðunum 17 á Alþjóðadegi hamingjunnar 20. mars í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þegar herferðin nær hámarki. 

Að þessu sinni er Hamingjudagurinn helgaður Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum. Leikararnir sem ljá Strumpunum raddir sínar í væntanlegri kvikmynd " Strumparnir: týnda þorpið"  taka þátt í atburðum dagsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum