Hoppa yfir valmynd
02.03. 2017

HIV/Alnæmi: Mismunun þrífst í heilsugæslu í 60% Evrópuríkja

Zero_discrimination_day1Dæmi eru um í 60% Evrópuríkja að fordómar og mismunun innan heilsugæslu komi í veg fyrir að lykilhópar njóti úrræða vegna HIV/Alnæmi. Alþjóðadagur engrar mismununar var 1. mars 

Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu segir að tölur frá 50 ríkjum á lista samtaka fólks sem lifir með HIV sýni að áttunda hverjum manni sem smitaður er af HIV hafi verið neitað um heilbrigðisþjónustu. Í Evrópuríkjum - ESB og EES-ríkjum- komi fordómar og mismunun af hálfu heilbrigðisstarfsmanna í garð karla sem sænga hjá körlum og sprautufíkla, í veg fyrir að árangur náist."Heilsgæslan á að vera öruggt stuðnings-umhverfi. Það er ólíðandi að mismunun skuli enn hindra aðgang," segir Michel Sidibé, forstjóri Alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNAIDS)."Það er brýnt að útrýma fordómum innan heilbrigðisþjónustunnar og við hljótum að krefjast þess að það verði gert."

Alþjóðadagur engrar mismununar var haldinn fyrst á síðasta ári, 2016. Deginum er ætlað að sameina hagsmunaaðila í því skyni að allir, alls staðar geti fengið þau úrræði sem þeir þurfa á að halda heilsu sinnar vegna án nokkurra fordóma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum