Hoppa yfir valmynd
02.03. 2017

Lýst yfir stríði gegn plasti í hafinu

https://youtu.be/wAJk7K2d_A8 Tilgangurinn með því að lýsa yfir stríði gegn plasti í hafinu er að útrýma annars vegar plasteindum í snyrtivörum og hins vegar binda enda á notkun einnota plasts fyrir árið 2022, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). 

Herferðin #HreintHaf eða #CleanSeas hefur að markmiði að fá ríkisstjórnir heims til að setja skýr markmið um að minnka plastnotkun, hvetja fyrirtæki til að draga úr notkun plastumbúða og endurhanna vörur. Þá eru neytendur hvattir til þess að hætta að fleygja hlutum umhugsunarlaust áður en óbætanlegur skaði hefur verið unninn á hafinu.

Erik Solheim, forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UN Environment, segir: "Það er kominn tími til að við ráðust til atlögu við plastvandann sem er að eyðileggja höfin. Plastmengun er alls staðar, hvort heldur sem er á ströndum Indónesíu eða á hafsbotni á Norðurpólnum og fer upp fæðukeðjuna og endar á kvöldverðarborðum okkar. Við höfum staðið aðgerðarlaus of lengi á meðan vandinn hefur aukist. Þetta verður að stöðva."

Til ársloka mun verða tilkynnt á vettvangi herferðinnar #HreintHaf með reglubundnu millibili um aðgerðir ríkja og fyrirtækja um að stöðva notkun örplasts í snyrtivörum, bann við notkun einnota plastpoka og minnkandi notkun annars konar plastumbúða . Búast má við að margir noti tækifærið til að tilkynna um aðgerðir á Alheimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafið 5.-9. júní í New York.

Nánar 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum