Hoppa yfir valmynd
02.03. 2017

Matarskortur hjá 30% íbúa Úganda

Stjórnvöld í Úganda hafa tilkynnt að 30% þjóðarinnar búi við matarskort vegna þurrka, að því er fréttaveita BBC greindi frá í morgun. "Ljóst hefur verið í nokkrar vikur að umfang þessa vanda vex en ekki  hafa komið fram áður svo ógnvænlegar tölur", segir Stefán Jón Hafstein, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala. 

IMG_2348Stefán Jón segir að undanfarin ár hafi hinir hefðbundnu regntímar í Úganda breyst, regn verið óreglulegra og löng óvænt þurrkatímabil komið. "Í umræðunni er að Úganda, sem er ákaflega frjósamt land, geti ekki lengur byggt smábændalandbúnað sinn á úrkomu einni.  Áveitur þykja ákjósanlegur kostur fyrir bændasamfélögin en þar er langt í land ennþá.  Úganda hefur ekki farið að ráði sumra Afríkuríkja og bannað matvælaútflutning vegna ástandsins, enda býr landið við mikinn gjaldeyrisskort. Raddir um slíkt bann ágerast nú, og kröfur gerast háværari um að ríkisvaldið komi til hjálpar með því að úthluta matvælum," segir Stefán Jón. Matvælaskortur er nú víða í austurhluta Afríku eins og fram kemur í annarri frétt í Heimsljósi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum