Hoppa yfir valmynd
02.03. 2017

Netvæðingin langt á eftir áætlun meðal Afríkuþjóða

WF-site-ARÁ þessu ári verða þau tímamót í netvæðingu heimsins að meirihluti jarðarbúa er kominn með aðgang að Netinu. Mikill kostnaður við gagnaflutninga kemur hins vegar í veg fyrir að margir íbúar fátækra ríkja fái aðgang að internetinu. Samkvæmt nýrri skýrslu - 2017 Affordability Report - eru rúmlega fjórir milljarðar jarðarbúa án netsambands. Í þeim hópi eru konur í fátækum ríkjum langfjölmennastar, sér í lagi konur til sveita.

Tryggja átti öllum jarðarbúum netsamband fyrir árið 2020 en að mati skýrsluhöfunda eru íbúar lágtekju- og millitekjuríkja um tuttugu árum eftir áætlun sem þýðir að takmarkinu um netaðgang fyrir alla verður ekki náð fyrr en árið 2042.

Í Afríkuríkjum kostar eitt gígabæti af fyrirframgreiddu gagnamagni um farsíma að jafnaði 18% af meðaltekjum. Í Bandaríkjunum og í Evrópu greiða farsímanotendur að meðatali innan við 1% af tekjum sínum fyrir sambærilegt gagnamagn. Af 27 Afríkjuríkjum voru aðeins fimm þar sem eitt gígabæti kostaði innan við 2% af meðallaunum mánaðar.

Samkvæmt skýrslunni eru margir þættir sem hafa áhrif á hægari útbreiðslu Netsins en ráð hafði verið fyrir gert en einkanlega beina skýrsluhöfundar þó spjótum sínum að stjórnvöldum Afríkuríkja sem hafa ekki fjárfest í innviðum til að greiða fyrir aukinni netnotkun. Löndum eins og Benin og Botsvana er hrósað í skýrslunni fyrir umbætur í stefnumörkun á þessu sviði og frumkvæði í þá átt að gefa almenningi kost á netaðgengi, með til dæmis ókeypis wi-fi á opinberum stöðum eins og sjúkrahúsum, flugvöllum, strætisvagnastöðvum og skrifstofum stjórnarráðsins.
Þá er varað við þeirri þróun að sífellt fleiri ríkisstjórnir í Afríku grípa til skyndilokana á Netinu þegar það hentar þeim.

Government dithering prevents millions of Africans from accessing the internet/ Qz 

2017 Affordability Report 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum