Hoppa yfir valmynd
02.03. 2017

Um tuttugu þjóðir stofna sjóð um öruggar fóstureyðingar

Abortionfrett2Hollenska ríkisstjórnin kveðst vera vongóð um að Bretar taki þátt í samstarfi rúmlega 20 þjóða sem áforma að setja upp myndarlegan sjóð um öruggar fóstureyðingar. Hugmyndin er sú að fylla upp í gatið sem myndaðist þegar Donald Trump forseti Bandaríkjanna innleiddi tilskipun sem kennd er við "global gag" og felur í sér bann við að nota opinbera bandaríska fjármuni í verkefni sem tengjast á einhvern hátt fóstureyðingum.

Lilianna Poloumen, ráðherra þróunarmála í hollensku ríkisstjórninni, hefur verið í forystu alþjóðlegrar herferðar fyrir stofnun sjóðsins. Honum er ætlað að hafa til ráðstöfunar 600 milljónir bandarískra dala - 66 milljarða íslenskra króna - til að vega upp fjárhagstjónið sem tilskipun Bandaríkjaforseta gagnvart borgarasamtökum leiddi af sér.

Belgar, Danir og Norðmenn hafa líkt og Hollendingar heitið því að leggja sjóðnum til 10 milljónir dala hver þjóð - rúman milljarð íslenskra króna - og önnur lönd sem hafa lýst yfir stuðningi við sjóðinn eru meðal annars Kanada, Grænhöfðaeyjar, Eistland, Finnland og Lúxemborg.

Samkvæmt frétt The Guardian hafa bresk stjórnvöld enn ekki ákveðið hvort þau taki þátt í átakinu af ótta við að bann Bandaríkjaforseta geti grafið undan verkefnum DfID (bresku þróunarsamvinnustofnunarinnar) á sviði heilsu og menntunar í þágu fátækra kvenna víðs vegar um heiminn.

Fram kemur að 3 milljónir óöruggra fóstureyðinga séu gerðar ár hvert hjá ungum stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára. Aðgerðin leiði oft til langvarandi heilsuvanda stúlknanna og í alltof mörgum tilvikum til dauða.

Dutch minister calls on UK to join safe abortion fund after Trump ban/ The Guardian 
Dutch respond to Trump's 'gag rule' with international safe abortion fund/ TheGuardian

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum