Hoppa yfir valmynd
08.03. 2017

Enginn Afríkuleiðtogi útnefndur til Mo Imbraham verðlaunanna

Mif-widget-thumbEinhver eftirsóttasta viðurkenning sem stjórnmálaleiðtogar í Afríku geta vænst að fá er jafnframt sú sem sjaldnast er veitt. Á ellefu árum hefur aðeins fjórum þjóðarleiðtogum í Afríku hlotnast viðurkenning Mo Ibrahim stofnunarinnar fyrir framúrskarandi leiðtogahæfni en verðlaununum fylgir dágóð fjárhæð: rúmur hálfur milljarður íslenskra króna. Niðurstaða stofnunarinnar fyrir árið 2016 var sú að enginn verðskuldaði viðurkenninguna.

Þrír þjóðarleiðtogar í Afríku eru sagðir hafa komið til álita: Ian Khama forseti Botsvana, Macky Sall forseti Senegal og Ellen Johnson Sirleaf forseti Líberíu.

Síðasti þjóðhöfðinginn sem hreppti verðlaunin var Hifikepunye Pohamba, forseti Namibíu, árið 2014, Petro Prires forseti Grænhöfðaeyja hlaut viðurkenninguna árið 2011, Festus Mogae forseti Botsvana fékk verðlaunin 2008 og Joaquim Chissano forseti Mósambík árið 2007. Heiðursverðlaun féllu í skaut Nelsons Mandela árið 2007.


Nánar 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum