Hoppa yfir valmynd
08.03. 2017

Fyrsta jafningjarýni DAC um íslenska þróunarsamvinnu

Paris1Í dag var haldinn fundur um fyrstu drög að jafningjarýni um íslenska þróunarsamvinnu á vegum þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC).  Ísland varð fullgilt aðildarríki að DAC árið 2013. 

Rýnin hefur verið í vinnslu umliðið ár, en jafningjarýni er fastur liður í störfum nefndarinnar, unnin af fulltrúum tveggja aðildarríkja, að þessu sinni Grikklands og Slóveníu, ásamt starfsmönnum DAC. Fyrir svörum af Íslands hálfu voru Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins  ásamt öðrum starfsmönnum raðuneytisins.
Fulltrúar Íslands svöruðu spurningum nefndarinnar og gerðu grein fyrir afstöðu Íslands til þeirra atriða sem bent hefur verið á. Ráðuneytisstjóri sagði að það væri við hæfi að halda fundinn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þar sem jafnrettismál væru eitt af  áherslusviðum Islands á sviði þróunarsamvinnu. Einnig sagði hann  að vilji íslenskra stjórnvalda væri að auka stuðning við fátækustu ríki heims og gera íslenska þróunaraðstoð enn skilvirkari.

Þá þakkaði hann fulltrúum Grikklands og Slóveníu og starfsmönnum DAC fyrir vel unnin drög að skýrslu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum