Hoppa yfir valmynd
08.03. 2017

Sjónum beint að konum í atvinnulífinu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

"Réttindi kvenna eru mannréttindi en á þessum erfiðu óvissu- og upplausnartímum er gengið á réttindi kvenna og stúlkna og áunninn réttindi afnumin eða takmörkuð. Eina leiðin til að auka áhrif kvenna og stúlkna er að vernda réttindi þeirra og tryggja að þær geti nýtt hæfileika sína til fullnustu," segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sem birtist meðal annars í Fréttablaðinu í morgun.

https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10155049888693454&id=69621718453 Guterres segir að konur hafi hvergi staðið jafnfætis karlmönnum. Sótt sé að lagalegum réttindum kvenna og réttur þeirra til að ráða yfir eigin líkama sé dreginn í efa og grafið undan honum. "Sótt er að konum jafnt í netheimum sem í daglegu lífi. Þegar verst lætur reisa öfgasinnar og hryðjuverkamenn lífssýn sína á undirokun kvenna. Þær sæta kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, eru þvingaðar í hjónaband og í raun hnepptar í þrældóm," segir hann.

Í lok greinarinnar kveðst Guterres innan Sameinuðu þjóðanna vinna að vegvísi með áfangamarkmiðum til að tryggja jafnrétti kynjanna með það fyrir augum að allir þeir sem við vinnum fyrir eigi sér málsvara. "Fyrri markmiðum hefur ekki verið náð. Nú verðum við að standa við stóru orðin," skrifar hann. "Við skulum heita því á alþjóðlegum baráttudegi kvenna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna gegn rótgrónum fordómum, styðja viðleitni og baráttu og efla jafnrétti og valdeflingu kvenna."

Öll störf eru kvennastörf

Jafnréttisstofa efndi í hádeginu til málþings á Grand hótel með yfirskriftinni "Öll störf eru kvennastörf - brjótum upp kynbundið náms- og starfsval" en alþjóðleg einkunnarorð dagsins beina einmitt sjónum að atvinnumálum: "Women in the Changing World of Work: Planet 50-50 by 2030."

"Ekkert í umhverfi barna á að gefa til kynna að stúlkur séu að einhverju leyti síðri en drengir, segir Phumzile Mlambo-Ngcuka yfirmaður UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna,  í ávarpi í tilefni dagsins en þar vekur hún sérstaka athygli á ólaunuðum vanmetnum umönnunarstörfum og húsverkum sem konur og stúlkur sinna í miklu meira mæli en karlar.

Una Sighvatsdóttir friðargæsluliði í Afganistan birtir í tilefni dagsins þrjú viðtöl við jafnmargar konur á vinnumarkaði. Brot úr þessum viðtölum er að finna í stiklunni hér að ofan, "On International Women´s Day 2017."

Women in the Changing World of Work: Planet 50-50 by 2030, eftir Phumzile Mlambo-Ngcuka / UN Women 
Breyta ber viðhorfum strax í barnæsku/ UNRIC 
Internationella kvinnodagen/ GlobalPortalen 
Standing in Solidarity with the International Women's Strike, eftir Bethan Cansfield/ Oxfamblogg 
International Women's Day 2017/ UNWomen 
For Societies to Thrive, We Must Ensure Gender Equality/ IPS 
Women's voices should help shape Afghanistan's future, eftir NANDINI KRISHNAN/ Alþjóðabankablogg 
Facebook Live Event: Does Gender Matter in Fighting Climate Change?/ AlþjóðabankinnWomen's Rights Activists: "Nevertheless, We Persist"/ IPS 
There's Now A Statue Of A Young Girl Facing Wall Street's Famous Charging Bull/ HuffingtonPost 
Unge kvinner kan!/ Utviklingsfondet 
Photo essay: Changing world, changing work/ UNWomen 
Skal vi vente 170 år på likelønn?/ Bistandsaktuelt 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum