Hoppa yfir valmynd
08.03. 2017

Umhverfismengun veldur fjórðungi dauðsfalla barna í heiminum

Ss78Um 1,7 milljón barna undir fimm ára aldri láta lífið í heiminum á hverju ári vegna umhverfismengunar. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem kom út á mánudag og RÚV sagði frá. Í frétt sagði að mengað vatn, skortur á hreinlæti og mengun bæði innan- og utandyra væru meðal ástæðna dauðsfallanna. Tölur sýni að fjórða hvert dauðsfall barna frá eins mánaða til fimm ára aldurs sé vegna mengunar.

"Auk fyrrgreindra þátta hefur WHO vaxandi áhyggjur af mengun af völdum raftækja- og rafmagnsúrgangs. Sé þeim ekki fargað á réttan hátt geta börn orðið berskjölduð fyrir alls kyns úrgangi sem getur skaðað heilsu þeirra. Hvers kyns mengun hefur sérlega slæm áhrif á ung börn. Líkami og líffæri þeirra eru enn að þroskast og þau því viðkvæmari fyrir því sem getur skaðað þau. Þannig eru hvítvoðungar sem búa við óbeinar reykingar og aðra loftmengun líklegri til þess að fá lungnabólgu og í aukinni hættu á að fá varanlega öndunarfærasjúkdóma.  Talið er að yfir 90 prósent mannkyns andi að sér lofti sem brýtur gegn loftgæðaviðmiðum WHO," sagði í frétt RÚV.

Þá kom fram að b andaríska fréttastofan CNN hefði eftir Maria Neira, yfirmanni lýðheilsudeildar WHO, að með því að fjárfesta í bættu neysluvatni og með notkun hreinni orkugjafa batni heilsa fólks um leið. 

Pollution responsible for a quarter of deaths of young children, says WHO/ TheGuardian 
The cost of a polluted environment: 1.7 million child deaths a year, says WHO/ WHO 

Polluted environments kill 1.7 million children a year -WHO/ Reuters 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum