Hoppa yfir valmynd
15.03. 2017

Forsætisráðherra afhenti og kynnti verkfærakistu HeForShe í New York

030917-HeForShe-228_FBjarni Benediktsson forsætisráðherra er einn tíu málsvara HeForShe átaks UN Women úr hópi þjóðarleiðtoga. Hann tók í síðustu viku þátt í viðburðum á vegum UN Women í New York og Washington.  HeForShe listaviku var formlega hleypt af stokkunum í Lincoln Center, með samtali forsætisráðherra, leikarans og góðgerðarsendiherrans Edgars Ramirez og leikstjórans Oskars Eustis um jafnréttismál og listir. 

Samkvæmt frétt á vef forsætisráðuneytisins lagði forsætisráðherra í máli sínu áherslu á þrennt: launajafnrétti, mikilvægi þess að brjóta niður staðalímyndir, og að virkja karla í jafnréttisbaráttunni.  Síðar um morguninn flutti forsætisráðherra ávarp á sérstökum hátíðarfundi SÞ í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þar voru einnig á meðal þátttakenda forseti allsherjarþings SÞ, varaframkvæmdastjóri SÞ, og framkvæmdastýra UN Women, ásamt leikkonunni Anne Hathaway góðgerðarsendiherra UN Women sem kynnti baráttumál sitt;  launað fæðingarorlof fyrir mæður og feður. 

Verkfærakista HeForShe 

BarbershopForsætisráðherra kynnti og afhenti svokallað " Barbershop Toolbox" á fundinum en Ísland skuldbatt sig gagnvart HeForShe til að þróa slíka verkfærakistu til að hjálpa öðrum að skipuleggja jafnréttisviðburði sem nái til karla og drengja. Bjarni lagði meðal annars áherslu á launajafnrétti kynjanna og mikilvægi jafnlaunastaðalsins í þeim aðgerðum.

Daginn eftir tók forsætisráðherra þátt í viðburði á vegum UN Women og Alþjóðabankans í Washington, þar sem forseti Alþjóðabankans, Jim Yong Kim, var boðinn velkominn í hóp HeForShe leiðtoga á vegum alþjóðastofnana. Forsætisráðherra, ásamt leikaranum og góðgerðarsendiherranum Edgar Ramirez og framkvæmdastýru UN Women, Phumzile Mlambo-Ngcuka, fluttu ávörp og buðu forsetann velkominn í hóp jafnréttisleiðtoga.

Í ávarpi forsætisráðherra lagði hann áherslu á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og að kynjajafnrétti væri mikilvægur hlekkur við að þeim yrði náð. Alþjóðabankinn hefði mikilvægu hlutverki að gegna. Þá fjallaði hann um stöðu jafnréttismála á Íslandi og mikilvægi þess að gera enn betur. Bjarni átti einnig tvíhliða fund með Kim forseta Alþjóðabankans, þar sem farið var yfir gott samstarf, áherslur og stöðu mála. Þá var sérstaklega vikið að jafnréttismálum og mikilvægi þess að karlmenn tækju þátt í umræðunni og legðu sitt af mörkum.  

Þá átti forsætisráðherra tvíhliða fund með Phumzile framkvæmdastýru UN Women þar sem HeForShe átakið var efst á baugi.
Myndin er tekin í Alþjóðabankanum, t.f.v. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans, Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women og Edgar Ramirez góðgerðarsendiherra. 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 2017- forsætisráðherra tekur þátt í viðburðum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York - HeForShe/ Forsætisráðuneytið
Forsætisráðherra tekur þátt í HeForShe viðburði hjá Alþjóðabankanum í Washington/ Forsætisráðuneytið
Head of State IMPACT Champion: Bjarni Benediktsson, Prime Minister Iceland/ Heforshe
Norðurlönd fyrirmynd í jafnréttismálum/ UNRIC

The best and worst places to be a working woman/ TheEconomist

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum