Hoppa yfir valmynd
15.03. 2017

Miðstéttarfólk meirihluti íbúa jarðar á allra næstu árum

Í lok síðasta árs voru 3,2 milljarðar jarðarbúa hluti af ört vaxandi miðstétt í heiminum. Haldi svipuð þróun áfram verður þess skammt að bíða að meirihluti jarðarbúa verði kominn í flokk með mið- eða hástéttinni. Í nýrri skýrslu Brookings stofnunarinnar er talað um tvö til þrjú ár. Aldrei í sögunni hefur miðstéttarfólki fjölgað jafn hratt.

Skýrslan nefnist The Unprecedented expansion of the global middle class. Eins og titillinn ber með sér hefur miðstéttarfólki fjölgað miklu hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Fjölgunin er langt umfram væntingar - bæði í nýmarks- og þróunarríkjum og þar er rúmur hálfur milljarður íbúa þegar kominn í þennan þjóðfélagshóp. Hins vegar leiðir fjölgun miðstéttarfólks ekki endilega til þess að félagsleg velferðarþjónusta aukist eins og gerðist í Bandaríkjunum og Þýskalandi þegar þau ríki fóru í gegnum sambærilegar þjóðfélagsbreytingar.

Til lengri tíma litið er áætlað að fjölgun í miðstétt geti árlega verið nálægt 4 prósentum. Fjölgunin hefur mest verið í svokölluðum nýmarkaðsríkjum. Í þróuðum ríkjum fjölgar minna í miðstéttum eða einungis um 0,5-1,0% árlega. Spár gera hins vegar ráð fyrir að fjölgun miðstéttarfólks verði mest í þróunarríkjum á næstu árum eða um 6% að jafnaði árlega. Þar er uppsveiflan langmest í Asíuríkjum. Í skýrslunni segir að 88% af þeim sem koma nýir inn í miðstéttina á næstu árum verði Asíubúar.

The unprecedented expansion of the global middle class, eftir Homi Kharas/ Brookings
Europe and Central Asia transitioning to new forms of malnutrition/ FAO

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum