Hoppa yfir valmynd
15.03. 2017

Nýir þingmenn í þróunarsamvinnunefnd

Töluverð endurnýjun varð á þróunarsamvinnunefnd eftir síðustu kosningar og nýir fulltrúar hafa verið skipaðir í nefndina frá öllum þingflokkum nema Vinstri hreyfingunni, grænu framboði. Steinunn Þóra Árnadóttir situr áfram í þróunarsamvinnunefnd fyrir VG en nýir fulltrúar eru Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, Nichole Leigh Mosty, Bjartri Framtíð, Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn, Birgitta Jónsdóttir, Pírötum, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki og Guðjón Brjánsson, Samfylkingu.
Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra er áfram formaður og fulltrúar borgarasamtaka, atvinnulífsins og fræðasamfélagsins eru þeir sömu og áður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum