Hoppa yfir valmynd
22.03. 2017

Aðgerða þörf til að uppræta hatursorðræðu og hatursglæpi

UtnhopurMannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær til aðgerða til að uppræta hatursorðræðu og hatursglæpi í tilefni af Alþjóðadegi útrýmingar kynþáttamismununar. Starfsfólk utanríkisráðuneytisins fór í hópmyndatöku í tilefni dagsins eins og sjá má hér að ofan.

"Dagurinn er árleg áminning til okkar allra um að efla starf okkar við að berjast gegn kynþáttahatri, mismunun kynþátta, útlendingahatri, hatursáróðri og hatursorðræðu,"  segir Zeid Ra'ad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu SÞ.

"Okkur ber ekki að líta á innflytjendur einvörðungu í neikvæðu ljósi, þó vissulega sé hér á ferðinni alheimsvandi, heldur þvert á móti sem hugsanlega lausn á mörgum áskorunum sem við er að glíma í dag. Nú þegar útlendingahatur fer vaxandi er nauðsynlegt að hafa skýran skilning á staðreyndum," segir Antónío Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ í fréttinni. 

"Og hverjar eru staðreyndirnar? Útlendinga- og kynþáttahatur færist vissulega í vöxt og mörg dæmi mætti nefna, svo sem 23% aukningu hatursglæpa í Bretlandi í  kjölfar Brexit og vaxandi andúð í Bandaríkjunum í garð múslima eftir að kosningabaráttan hófst árið 2015. Um alla Evrópu má finna dæmi um aukningu kynþátta- og útlendingahaturs. Í Þýskalandi hefur árásum á farandfólk fjölgað um 42% á milli áranna 2015 og 2016. Fjöldi hatursglæpa þrefaldaðist á Spáni frá 2012 til 2016. Í Finnlandi tvöfaldaðist fjöldi kæra vegna hatursglæpa á milli 2014 og 2015, en þá bárust tilkynningar um 1704 mál. Róma-fólk er allt að þrisvar sinnum oftar spurt um skilríki en aðrir í Evrópu  og kynþáttahatur og hatursáróður fer vaxandi í Búlgaríu svo einhver dæmi séu nefnd."

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum