Hoppa yfir valmynd
22.03. 2017

Fjörutíu Afríkuþjóðir sýna merki um hættulega skuldsetningu

MozambiquedeptMósambíkanar eru fyrsta stóra þjóðin í Afríku á síðustu árum sem ræður ekki við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum kröfuhöfum. Liðinn er rúmlega áratugur frá því að margar afrískar þjóðir fengu stórkostlega skuldaniðurfellingu. Nú sýna tölur um skuldir Afríkuþjóða að margar þeirra stefna aftur í vandræði.

Í síðustu viku hittust fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar G20 ríkjanna, áhrifamestu iðn- og nýmarksríkja, á fundi í Þýsklandi. Á þeim fundi var vakin athygli á nýjum og vaxandi skuldavanda margra þróunarríkja og staðhæft að allt að 40 þjóðir í Afríku sýndu merki um mikla skuldsetningu. Fram kom að hagtölur lýsi nú svipuðu ástandi og var í lok áttunda og byrjun níunda áratugarins sem leiddi til skuldakreppu í þróunarríkjunum. Vextir í auðugum iðnríkjum hafa verið lágir en fjárfestar í Afríku hafa sótt sér ávöxtun frá 7-15% og þessi þróun hefur leitt til gífurlegs fjármagnsflæðis frá norðri til suðurs, eins og segir í frétt Deutsche Welle.  Var skuldaafléttingin á sínum tíma aðeins skammgóður vermir?

HIPC ekki varanleg lausn

Blaðið segir að blikur um nýja skuldakreppu þróunarríkja kunni að koma mörgum á óvart því skuldir margra þeirra voru færðar niður fyrir og eftir síðustu aldamót gegnum HIPC átakið, Debt Relief Under the Heavily Indebted Poor Countries. Þá var talið að skuldaafléttingin sem var að frumkvæði Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og G8 ríkjahópsins væri varanleg lausn á skuldavanda þróunarríkjanna. Nú er annað að koma á daginn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum