Hoppa yfir valmynd
22.03. 2017

Hverjir hafa orðið útundan og hvers vegna?

Hdr2016Á undanförnum áratugum hafa orðið óviðjafnanlegar framfarir þegar horft er til þróunar lífskjara í heiminum. Milljónir manna hafa hins vegar ekki notið góðs af þessari þróun. Hverjir hafa orðið útundan og hvers vegna? Þessar tvær spurningar eru meginviðfangsefni Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna, Human Development Report 2016, sem kom út í gær og verður formlega kynnt á Íslandi með fundi í Hannesarholti á föstudag klukkan 16:00.

Dr. Selim Jahan, aðalritstjóri Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2016 (Human Development Report 2016: Human Development for everyone), kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar á fundinum og  Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flytur opnunarávarp. 

Í pallborði verða  Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og  Engilbert Guðmundsson,   ráðgjafi utanríkisráðuneytisins um þróunarmál. 

Fundarstjóri er Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans. 

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Hjólastólaaðgengi er í Hannesarholti. 

Boðið verður upp á kaffi meðan á fyrirlestri stendur og léttar veitingar að fundi loknum. 

Greining á þjóðfélagshópum sem lenda utangarðs 

Í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin er út af Þróunaráætlun SÞ (UNDP) er að finna greiningu á því hvers vegna ákveðnir hópar eru líklegri en aðrir til að lenda utangarðs. Í skýrslunni er líka að finna athyglisverða greiningu á því hvaða hindranir eru í veginum fyrir sjálfbærri þróun samfélaga fyrir alla og bent er á leiðir sem samfélög geta farið í þeirri viðleitni. Fram koma í skýrslunni stefnumarkandi tillögur fyrir þjóðir heims og horft er til úrræða - einkum hjá alþjóðastofnunum - sem gætu gert baráttuna fyrir því að skilja engan útundan skilvirkari.

Ísland hækkar milli ára

Ísland hækkar verulega á lífskjaralistanum milli ára. Á síðasta ári vorum við í 16. sæti en erum komin í 9. sætið. Samstarfsríki okkar í þróunarsamvinnu, Malaví, Mósambík og Úganda, eru öll í neðri hluta listans. Mósambík er neðst þeirra eins og áður, fellur um eitt sæti niður í 181, Malaví hækkar hins vegar um þrjú sæti og situr í 170. sæti og Úganda stendur í stað milli ára, nr. 163.

World's most marginalized still left behind by global development priorities: UNDP report/ UNDP 

Ísland upp um 7 sæti á lífsgæðalista/ UNRIC 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum