Hoppa yfir valmynd
22.03. 2017

Ísland styrkir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með þriggja ára samkomulagi um stuðning við flóttamenn

UnhcrfrettislFlóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur birt á íslensku fréttatilkynningu sem stofnunin sendi frá sér fyrr í mánuðinum eftir að skrifað var undir þriggja ára samkomulag milli UNHCR og íslenskra stjórnvalda. Fréttatilkynningin er hér í heild sinni:

Þann 27. febrúar 2017, skrifaði Ísland undir þriggja ára samning við Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) sem einnig telur viðbótarstuðning að lágmarki 50 milljónir ISK, sem er mikilvægur áfangi í samstarfi Íslands og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Stuðningur Íslands við UNHCR hefur aukist talsvert á undanförnum árum og hæsta framlagið frá Íslandi var árið 2016, þegar 2,4 milljónir Bandaríkjadala voru veittir til Sýrlands, en þar með komst Ísland í sjöunda sæti yfir hæstu framlagsríki UNHCR, miðað við höfðatölu.Mannlegur harmleikur nauðungaflutninga eykst stöðugt í heiminum og yfir 65 milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, stríðs og ofsókna, rúmlega helmingur þeirra börn. 90% flóttamanna heimsins og fólks sem er á vergangi innan landamæra búa í þróunarríkjunum sem telja fjórðung fátækustu landa heims.

Á tímum átaka þurfa flóttamenn og hælisríki mest á stuðningi okkar að halda. Stuðningur Íslendinga og skuldbinding þeirra til þess að hjálpa flóttamönnum og nauðungarfluttum sýnir mikilvægan samhug og merki um ábyrgð gagnvart löndum í stríðshrjáðum hluta heimsins, segir Pia Prytz Phiri, svæðisfulltrúi UNHCR í Norður-Evrópu.

Á síðasta ári jukust ofbeldisfull átök á mörgum svæðum, sérstaklega í Nígeríu, Suður-Súdan, Sýrlandi og Jemen, þar sem flestir flýja innan landanna. Í Suður-Súdan hefur ástandið stigmagnast og þar ríkir nú alvarlegt neyðarástand því rúmlega 1,5 milljón manna hefur neyðst til að flýja landið til að leita öryggis. Í Suður-Súdan ríkir nú mesti flóttamannavandi Afríku og er hann sá þriðji mesti í heiminum öllum, á eftir Sýrlandi og Afganistan; en Suður-Súdan hefur fengið minni athygli og langtum minni fjárframlög.

Meirihluti flóttamannanna, rúmlega 1,1 milljón manna eru í Úganda. 86% þeirra eru konur og börn sem koma uppgefin og alvarlega vannærð eftir að hafa gengið og leynst í skóginum dögum saman. Sidah Hawa og börnin hennar sex komu nýlega til Úganda eftir að hafa gengið í þrjá daga án matar. Hún er nú komin til Palorinya-byggðarinnar þar sem hverri fjölskyldu er úthlutaður jarðarskiki til skjóls.

Unhcrmyndsidah

"Ég óttaðist um öryggi fjölskyldu minnar, svo ég neyddist til að yfirgefa heimili mitt. Ferðin var erfið því ég var ekki með neinn mat og ég þurfti að gefa börnunum hráa kassavarót og vatn" Sidah Hawa, 30, sem flúði með börnin sín sex frá Suður-Súdan til Úganda

Þegar flóttamenn koma til Úganda er forgangsatriði UNHCR að bjarga mannslífum og tryggja nauðsynjar með því að útvega mottur, teppi og hreinlætisvörur, og börn eru bólusett gegn mislingum og mænusótt. Síðan úthluta yfirvöld í Úganda þeim landi í nálægum byggðum; brautryðjendastarf sem bætir aðlögun og gefur flóttamönnum og þeim samfélögum sem taka á móti þeim kost á friðsamlegri sambúð. Að auki er flóttamönnunum veitt réttindi og frelsi til þess að vinna, eiga í viðskiptum og ferðast um landið.

Engu að síður geta yfirvöld í Úganda ekki tekist á við vandann hjálparlaust og því er bráðnauðsynlegt að alþjóðasamfélagið styðji við þau. Árið 2016 hlaut mannúðarákall vegna vandans í Suður-Súdan minna en 75% af umbeðnum framlögum. Þess vegna veitir framlag Íslands lífsnauðsynlegan stuðning til flóttamanna eins og Siduh og barna hennar, með því að hjálpa þeim að eiga líf og von með öryggi og reisn í Úganda. Ísland hefur lagt UNHCR til um 4 milljónir Bandaríkjadala frá árinu 2011 og árið 2017 leggur Ísland fram 220,000 Bandaríkjadala til Sýrlands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum