Hoppa yfir valmynd
22.03. 2017

Kynjajafnrétti er keppnis vekur athygli í New York

https://youtu.be/Y9ioS2lpwbQ Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fjallaði um það á fundi kvennanefndar SÞ hvernig landsnefnd UN Women á Íslandi, með stuðningi stjórnvalda, hefur unnið með HeForShe hreyfingunni að vitundarvakningu um mikilvægi þess að karlmenn og strákar taki virkan þátt í baráttunni fyrir auknu kynjajafnrétti með ólíkum leiðum. 

Hún sýndi myndbandið  Kynjajafnrétti er keppnis en einnig sýndi hún myndbandmyndband Pámars Ragnarssonar, körfuboltaþjálfara í KR sem tók upp á því að eigin frumkvæði að beita sér fyrir kynjajafnrétti í sínu nærumhverfi. 

"Pálmar er frábær fyrirmynd yngri kynslóðarinnar  en hann vinnur markvisst að því að skapa ungum strákum kvenfyrirmyndir í körfunni með breyttri orðræðu, hvetur strákana til að sækja kvennaleiki og þjálfa þá í að skjóta eins og stelpur," segir í pistli á vef UN Women og þar er því bætt við að myndböndin hafi fengið mikla athygli og lófaklapp.

Fundur kvennanefndar SÞ (CSW61) stendur yfir í New York en meginþemað í ár er efnahagsleg valdefling. Umræðuefnið snýst um það hvernig styðja megi við konur og stúlkur og valdefla þær efnahagslega á öllum sviðum um allan heim út frá ólíkum sjónarhornum. 

Nánar 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum