Hoppa yfir valmynd
29.03. 2017

Brosað gegnum tárin

Á hamingjuvoginni  - World Happiness Report - sem kynnt var fyrir skömmu kom í ljós að óhamingjan var útbreidd í Afríku, álfu sem telur 16% mannkyns. Alls voru 155 þjóðir á lista  sem unnin var upp úr greiningu á skoðanakönnun sem mældi hamingjustig þjóða. Í ljós kom að þar voru 44 Afríkuþjóðir í mínus, þ.e. þær voru undir meðaltali í atriðum sem lúta að velferð og hamingju, eins og til dæmis frelsi, góðri stjórnsýslu, lýðheilsu og tekjujöfnuði, svo dæmi séu tekin.

Vefritið Quartz bendir hins vegar á að þótt fólk lifi undir fátæktarmörkum eða við harðstjórn þýði það ekki endilega að það sama fólk horfi dökkum augum á framtíðina. Blaðið bendir á að í Afríkukafla hamingjuskýrslunnar sé sérstaklega tekið fram að Afríkubúar séu "einstaklega" vongóðir og  sýni mikla þrautseigju gagnvart slæmum aðstæðum eins og afleitum innviðum, vatnsskorti, matarskorti, rafmagnsskorti - og almennt vondum kjörum.

Nánar 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum