Hoppa yfir valmynd
29.03. 2017

Loftslagsbreytingar: Fjórðungur barna býr við vatnsskort árið 2040

https://youtu.be/JBOmV6xaTTc Árið 2040 kemur eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum til með að búa þar sem vatn verður af skornum skammti vegna loftslagsbreytinga, segir í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út á alþjóðlegum degi vatnsins fyrr í mánuðinum.

Innan tveggja áratuga verða samkvæmt úttekt UNICEF um 600 milljónir barna í heimshlutum þar sem sárlega skortir vatnsauðlindir og barist verður um hvern dropa. Þá munu þeir fátækustu og bágstöddustu líða mest, segir í skýrslunni sem heitir: Þyrstir eftir framtíð: Vatn og börn á tímum loftslagsbreytinga - Thirsting for a Future: Water and Children in a Changing Climate.

Þurrkar og átök magna banvænan vatnsskort í Eþíópíu, Nígeríu, Sómaliu, Suður-Súdan og Jemen. UNICEF óttast að rúmlega 9 milljónir manna verði án ómengaðs drykkjarvatns í Eþíópíu einni á þessu ári. Þá segir í skýrslunni að hartnær 1,4 milljónir barna séu við dauðans dyr vegna bráðavannæringar í Suður-Súdan, Nígeríu, Sómalíu og Jemen.
Samkvæmt skýrslunni er skortur á vatni áhyggjuefni í 36 löndum. Ennfremur segir að loftslagsbreytingar með hlýnun jarðar, hækkun yfirborðs sjávar, fleiri flóð og þurrkar, bráðnun jökla og fleiri þættir hafi allir áhrif á gæði og framboð á vatni.

Skýrsla UNICEF 
Children thirst for a future, eftir Anthony Lake/ UNICEF 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum