Hoppa yfir valmynd
29.03. 2017

Niðurgangspest: Ódýrt og hitaþolið bóluefni gæti bjargað milljónum barna

Brv2Á hverjum degi látast um 1300 börn vegna niðurgangspesta. Samtökin Læknar án landamæra tilkynntu í vikunni að komið sé fram á sjónarsviðið nýtt bóluefni sem sýnt hafi gildi sitt. "Bóluefnið breytir öllu," er haft eftir Michaela Serafini, lyfjafræðingi samtakanna í frétt Lækna án landamæra.


Í fréttinni kemur fram að þegar ung börn deyja sé það í mörgum tilvikum vegna niðurgangspesta sem er önnur helsta dánarorsök barna í heiminum. Nú sé hins vegar búið að þróa nýtt bóluefni sem geti komið í veg fyrir þúsundir slíkra ótímabærra dauðsfalla.
Samkvæmt frétt samtakanna er það niðurstaða tilrauna í Níger með bóluefnið að það breyti öllu. Bóluefnið - BRV-PV - vinnur gegn banvænni rótavírus sýkingu sem er meginástæðan fyrir því að í börnum þróast alvarleg niðurgangspest.

Bóluefnið er ódýrt og hitaþolið, segir í frétt Lækna án landamæra. Þar segir að bóluefnið sé ódýrara en önnur bóluefni á markaðnum og það þolir aukin heldur mikinn hita í marga mánuði, sem er augljós kostur í mörgum þróunarríkja. Flest dauðsföll barna af völdum niðurgangspesta verða einmitt í sunnanverðri Afríku og Suður-Asíu. "Við teljum að nýja bólefnið gegn rótavírus verndi þau börn sem mjesta þörf hafa fyrir bóluefnið," er haft eftir Micaelu.

Samkvæmt fréttinni er beðið eftir grænu ljósi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Hver skammtur kostar um 300 krónur íslenskar og því ættu lágtekjuríki að ráða við að kaupa bóluefnið og þar með afstýra þúsundum dauðsfalla ungra barna. Betri fréttir er nú varla hægt að segja!

Frétt Lækna án landamæra 

Efficacy of a Low-Cost, Heat-Stable Oral Rotavirus Vaccine in Niger/ TheNewEnglandJournalOfMedicine

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum