Hoppa yfir valmynd
05.04. 2017

Bandaríkjastjórn hættir fjárhagslegum stuðningi við Mannfjöldasjóð SÞ

UNFPA_Guttmacher_Infographic_20141124-02--1-"Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna harmar þá ákvörðun Bandaríkjanna að veita ekki lengur nein framlög til lífsnauðsynlegra verkefna um heim allan. Ákvörðunin er byggð á röngum fullyrðingum þess efnis að UNFPA "styðji, eða taki þátt í að stýra verkefni um þvingandi þungunarrof eða óbeinar ófrjósemisaðgerðir" í Kína. UNFPA hafnar þessari fullyrðingu því í öllu starfi sjóðsins er stuðlað að mannréttindum einstaklinga og para sem taka sjálfstæðar ákvarðanir, án þvingana eða mismununar."

Á þennan hátt hljóðar yfirlýsing sem Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna gaf út í gær, degi eftir að ljóst var að ríkisstjórn Bandaríkjanna myndi hætta að styðja fjárhagslega við starfsemi sjóðsins. 

RÚV sagði í frétt í gær að Bandaríkin veiti mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna ekkert fjármagn næstu ár. Þar segir að stofnunin styrki fjölskylduáætlanir í yfir 150 ríkjum. "Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir mannfjöldasjóðinn styðja við eða taka þátt í  að neyða konur í fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðum án samþykkis. Stofnunin harmar ákvörðun Bandaríkjanna og segist engin lög hafa brotið, að sögn breska ríkisútvarpsins. Ákvörðunin er í samræmi við tilskipun Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að hætta fjárveitingum til alþjóðlegra stofnana sem veita fóstureyðingaþjónustu eða -ráðgjöf. Auk þess lofaði hann niðurskurði í fjárútlátum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna og er þetta fyrsta skrefið í þeim niðurskurði," sagði í frétt RUV

Talsmenn UNFPA segja að með stuðningi Bandaríkjanna hafi sjóðnum verið gert kleift að bjarga lífi þúsunda kvenna á meðgöngu eða við fæðingu, koma í veg fyrir óviljandi meðgöngu og veita örugga fóstureyðingaþjónustu. RÚV segir að Bandaríkjastjórn ætli sjálf að úthluta því fé sem eyrnamerkt hafði verið Mannfjöldasjóði til heilbrigðisstofnana í þróunarlöndum.

STATEMENT: US withdraws funding from United Nations Population Fund - ODI response 
Bandaríkin hætta greiðslum til mannfjöldasjóðs/ RÚV 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum