Hoppa yfir valmynd
15.04. 2017

UNICEF vill vernda réttindi barna sem neyðast til að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga

IMG_3167Þeim börnum fjölgar ört sem neyðast til að yfirgefa heimili sín vegna loftslagsbreytinga. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur með nýrri skýrslu - No Place To Call Home - í fyrsta sinni varpað ljósi á réttarstöðu barna sem þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga.

Þar kemur fram að metfjöldi barna er á vergangi í heiminum. Eitt af hverjum 45 börnum hefur verið rifið upp með rótum af heimilum sínum vegna hættulegra aðstæðna. 

IMG_3168Loftslagsbreytingar koma sífellt oftar við sögu. Öfgar í veðurfari og bráðnun jökla eru dæmi um ástæður þess að fjölskyldur þurfa að flýja heimili. UNICEF minnir á að í öllum hörmungum séu börn sérstaklega berskjölduð.

Í skýrslunni er bent á að þrátt fyrir þá gífurlegu hættu sem börnum stafar af loftslagsbreytingum hafi algerlega verið horft framhjá smáfólkinu í orðræðu, rannsóknum og stefnumörkun um þessi mál. Í skýrslunni eru tillögur um mikilvæg skref sem ríki verða að innleiða í stefnumörkun á þessu sviði þar sem réttindi barna eru höfð í öndvegi.

UNICEF report: Protecting children, including from economic exploitation, when climate change forces them to flee

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum