Hoppa yfir valmynd
16.04. 2017

Sérskólar fyrir óléttar stelpur


https://youtu.be/5SYkA8tzzYE 
Sérskólar fyrir barnshafandi stúlkur í Síerra Leone hafa verið gagnrýndir af mannréttindasamtökum. Slíkt úrræði hefur verið í gangi að frumkvæði stjórnvalda um tveggja ára skeið en áður höfðu óléttar skólastúlkur setið með jafnöldrum sínum í bekk.

Eftir að skólar opnuðu að nýju þegar ebólufaraldurinn var um garð genginn vorið 2015 fengu sjáanlega ófrískar stúlkur ekki lengur að sækja skóla eins og jafnaldrar þeirra því litið var á þær sem slæma fyrirmynd, að þær kynnu að hafa neikvæð áhrif á "saklausar stelpur" eins og menntmálaráðherrann orðaði það, samkvæmt frétt Al Jazeera.

Þess í stað var komið upp skólaúrræði af hálfu ríkisins með minni skólasókn og minni námskröfum fyrir barnshafandi stúlkur. Mannréttindasamtökin, Amnesty International, gagnrýna þá ráðstöfun og telja að farið sé á svig við mannréttindaákvæði með því að synja ófrískum stelpum um menntun í almennum skólum.

Menntamálaráðuneytið telur hins vegar að úrræðið hafi gefið góða raun. Af 14,500 stúlkum sem hafi sótt slíka skóla hafi 5 þúsund þeirra snúið til baka í almenna skóla eftir barnsburð. Þá segir ráðuneytið að um framfarir sé að ræða því ella hefðu stelpurnar líkast til hrökklast úr námi vegna þeirrar hneisu sem því fylgir að verða barnshafandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum