Hoppa yfir valmynd
18.04. 2017

Ellefu milljónir til viðbótar í neyðaraðstoð vegna fæðuskorts í Sómalíu

https://youtu.be/n25bpjt6kD8 Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að senda um ellefu milljónir króna í neyðaraðstoð til Sómalíu vegna alvarlegs fæðuskorts þar í landi. Langvarandi þurrkar og óreglulegar rigningar hafa haft ófyrirséðar afleiðingar á þessu svæði. 

Rauði krossinn á Íslandi hefur starfrækt verkefni í Sómalíu undanfarin ár, m.a. séð um uppbyggingu heimilis fyrir munaðarlaus börn og starfrækt færanlega heilsugæslu í Sómalílandi.

Um miðjan marsmánuð sendi Rauði krossinn á Íslandi um 16,5 milljónir til Jemen vegna sambærilegs ástands þar.

Enn hefur ekki verið lýst yfir hungursneyð í Sómalíu og standa vonir til þess að hægt verði að afstýra því að svo verði gert ef alþjóðasamfélagið bregst nógu hratt við. Nú þegar hefur verið lýst yfir hungursneyð á ákveðnum svæðum í Suður-Súdan, en það var gert í fyrsta sinn í heiminum í 6 ár nú í febrúar. Hungursneyð er skilgreind samkvæmt alþjóðlegu kerfi, en a.m.k. 20% mann­fjölda á ákveðnu svæði þarf að hafa mjög tak­markaðan aðgang að grunnmat­væl­um, þegar al­var­leg vannær­ing nær til um 30% mannfjölda og fleiri en tveir af hverj­um 10.000 deyja á hverj­um degi.

Rauði krossinn er einnig með neyðarsöfnun í gangi vegna þessa sem almenningur getur stutt við með því að senda SMS í númerið 1900 með orðinu TAKK og fara þá 1900 krónur af símreikningi. Auk þess er hægt að leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649.

Hungursneyð vofir yfir/ RÚV 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum