Hoppa yfir valmynd
18.04. 2017

Framlög til þróunarmála aldrei hærri en á síðasta ári

Oda2016Opinber framlög til þróunarsamvinnu námu á síðasta ári 142,6 milljörðum bandarískra dala og hafa aldrei verið hærri. Milli ára hækkuðu framlög um 8,9%. Fram kemur í frétt OECD, sem birti tölur frá árinu 2016 í gær, að framlög vegna flóttamanna í gistiríkjunum hafi hækkað heildartöluna um 7,1%. Það þýðir að raunhækkun til þróunarmála var engu að síður talsverð.

Framlög til tvíhliða þróunarsamvinnu drógust saman milli ára um 3,9% sem þýðir að fátækustu þjóðirnar í heiminum fengu minna í sinn hlut en árið áður og framlög til Afríkuríkja drógust saman um 0,5%.
Að meðaltali ráðstöfuðu DAC-ríkin, sem eru 29 talsins, 0,32% af vergum þjóðartekjum til þróunarmála.

Aldrei meira fé varið til þróunarsamvinnu/ RÚV

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum