Hoppa yfir valmynd
18.04. 2017

Matreiðslubók með breyttum þjóðlegum réttum vegna loftslagsbreytinga

Cq5dam.web.221.289--1-Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gaf á dögunum út nýja matreiðslubók. Í bókinni er lögð áhersla á áhrif loftslagsbreytinga á fæðuöryggi í þróunarríkjum og hvernig samfélög aðlagast breytingunum með nýjum útfærslum á hefðbundnum réttum til þess að þrauka. Nýja bókin nefnist "Adaptive Farms, Resilient Tables" og inniheldur uppskriftir af þjóðlegum réttum frá sex löndum - Grænhöfðaeyjum, Kambódíu, Haítí, Malí, Níger og Súdan.

Í bókinni eru sagðar persónulegar sögur fólks, hvernig það aðlagar máltíðir sínar að breyttum forsendum þegar uppistaðan í fæðunni tekur breytingum.Nokkur samfélaganna sem koma við sögu í bókinni njóta stuðnings Kanada og aðlögunarsjóðs UNDP um loftslagsbreytingar. Íbúar fá aðstoð við að leita nýrra leiða í fæðisöflun og landbúnaði vegna aðkallandi breytinga í veðurfari.

Nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum