Hoppa yfir valmynd
18.04. 2017

Noregur: Tvöföldun framlaga til endurnýjanlegrar orku og aukið samstarf við einkageirann

BorgebrendeÆtlunin er að tvöfalda framlög til verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku í nýrri þróunaráætlun Norðmanna. Norska ríkisstjórnin vill aukið samstarf við einkageirann, borgarasamtök, fjölþjóða stofnanir og innlend samtök í samstarfslöndum í baráttunni gegn fátækt og neyð. Þetta kom fram í skýrslu sem Børge Brende utanríkisráðherra Noregs gaf Stórþinginu í síðustu viku og fjallar um áherslur norskra stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Í stefnumörkun Norðmanna eru dregnar fram tengingar milli annarra þátta í stefnu stjórnvalda í utanríkis- og öryggismálum og lögð áhersla á að þróunarmál snúist ekki eingöngu um framlög til fátækra ríkja heldur séu þau ekkert síður viðfangsefni hefðbundins málsvarnarstarfs í samræmi við áherslur Heimsmarkmiðanna.

Gert er ráð fyrir að styrkja mannréttindaþátt stefnunnar í málaflokknum, meðal annars varðandi tjáningarfrelsi, stuðning við trúarlega minnihlutahópa og réttindi kvenna, sérstaklega kyn- og frjósemisréttindi. Ætlunin er líka að auka umtalsvert framlög til Norfund til að styrkja atvinnuskapandi verkefni í einkageira þróunarríkjanna. Áfram er lögð áhersla á heilbrigðismál, menntun, loftslagsmál og að viðhalda regnskógum. Auk þess er gert ráð fyrir að auka framlög til óstöðugra ríkja og til mannúðaraðstoðar.


Felles innsats for bærekraftsmålene i utviklingspolitikken/ Norska ríkisstjórninRegjeringen dobler bistanden til fornybar energi/ Norska ríkisstjórnin 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum