Hoppa yfir valmynd
18.04. 2017

Vatnsskortur alvarlegur vandi í stórborgum Afríku

https://youtu.be/3tQ2SzSEBnU?list=PL59FB6C9C9D741D01 Sífellt fleiri íbúar borga í Afríku hafa aðgang að kranavatni en á sama tíma fækkar íbúum borga hlutfallslega sem hafa aðgang að vatni á krana. Skýringin á þessari þversögn er einföld: fjölgun íbúa í borgum er langt umfram getu borgaryfirvalda til að bæta við vatnslögnum og tryggja íbúunum hreint og gott vatn.

Á árunum milli 2000 og 2015 fjölgaði borgarbúum í Afríku um 80%, úr 206 milljónum í 373 milljónir. Íbúum sem áttu þess kost að fá kranavatn í borgum fjölgaði á sama tíma úr 80 milljónum í 124 milljónir. Þrátt fyrir þessa fjölgun varð hlutfallsleg fækkun borgarbúa með aðgang að kranavatni sem sést á því að árið 2000 voru 40% með vatn en aðeins 33% árið 2015.

Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðabankans halda vatnsveitur borganna engan veginn í við fólksfjölgunina. Þær hafa takmarkað fjármagn til rekstrar og viðhalds hvað þá að auka við þjónustuna með lagningu vatns til nýrra hverfa. Fram kemur í skýrslu Alþjóðabankans að skortur sé á rannsóknum á þessu sviði.

Performance of Water Utilities in Africa/ Alþjóðabankinn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum