Hoppa yfir valmynd
26.04. 2017

Mesta mannúðarógnin í Jemen

Jemen17Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss efndu í gær til ráðstefnu í Genf til að vekja athygli á hrikalegri mannúðarógn sem við blasir í Jemen. Í þessu fátæka ríki Mið-Austurlanda þar sem geisar borgarastríð þurfa um 75% íbúa, eða tæplega 20 milljónir manna, á nauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda og 25% íbúanna eru á barmi hungursneyðar, 7 milljónir. Af þeim eru tvær milljónir barna alvarlega vannærðar.   

Ráðstefnunni í Genf var ætlað að tryggja fjármögnun hjálparstarfs en alþjóðastofnunum og hjálparsamtökum hefur reynst erfitt að fá fjármagn vegna hörmunganna í Jemen þrátt fyrir að vandinn sé síður en svo nýr af nálinni. Fram kom á ráðstefnunni í gær að einungis hafði náðst að safna 15% af þeim 2,1 milljarði bandaríkjadala sem Samræmingarskrifstofa mannúðarmála SÞ (OCHA) hafði óskað eftir til mannúðaraðstoðar. Á ráðstefnunni í gær voru gefin fyrirheit um framlög sem nema rúmum einum milljarði dala.   

Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (UNCERF), sem Íslendingar styrkja fjárhagslega, lagði í gær til 25 milljónir dala til mannúðaraðstoðar í Jemen.                             


Yemen: We must act now to prevent a humanitarian catastrophe/ OCHA

High-level Pledging Event for the Humanitarian Crisis in Yemen - Geneva, 25 April 2017/ OCHA
Ástandið í Jemen orðið "óbærilegt"/ Mbl.is
Yemen aid summit seeks to pull nation from brink/ BBC°
Jemen: Tveir þriðju íbúa í neyð/ RÚV
U.N., Russia warn against assault on main Yemeni port/ Reuters
Yemen aid not reaching intended recipients, say activists on ground/ TheGuardian
UNHCR braces for further displacement as Yemen conflict intensifies/ UNHCR


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum